27.02.2020 16:50:27
|
VÍS: Ársreikningur ársins 2019
Samstæðuársreikningur félagsins fyrir árið 2019 var staðfestur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi þann 27. febrúar 2020. Ársreikningurinn verður lagður fyrir aðalfund VÍS þann 19. mars til samþykktar.
Helstu niðurstöður ársins 2019
• Hagnaður eftir skatta nam 2.527 m.kr samanborið við 2.061 m.kr árið 2018
• Samsett hlutfall var 99,4% samanborið við 98,7% árið 2018
• Iðgjöld ársins voru 23.388 m.kr. en voru 22.709 m.kr. árið áður
• Tekjur af fjárfestingastarfsemi námu 3.551 m.kr en voru 2.827 m.kr. árið áður
• Hagnaður á hlut er 1,33 kr. en var 1,03 kr. árið áður
Helstu niðurstöður fjórða ársfjórðungs
• Hagnaður tímabilsins var 729 m.kr samanborið við 599 m.kr á sama tímabili í fyrra
• Samsett hlutfall var 99,5% en var 103,7% á sama tímabili 2018
• Iðgjöld tímabilsins voru 6.086 m.kr. en voru 5.955 m.kr. á sama tímabili í fyrra
• Tekjur af fjárfestingastarfsemi voru 987 m.kr en þær voru 985 m.kr á sama tímabili í fyrra
Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS
"Við getum verið ákaflega stolt af afkomu ársins 2019 þar sem arðsemi eigin fjár, sem er 17,2%, er sú besta frá skráningu félagsins. Afkoma fjárfestinga var góð en stýring eignasafnsins hefur gengið vel þar sem markaðsáhættan hefur verið nýtt betur með það að markmiði að hámarka arðsemi eigin fjár. Þetta er í samræmi við stefnu félagsins um fjármagnsskipan. Tryggingareksturinn var ásættanlegur en litaðist af stórum tjónum, annað árið í röð, auk þess sem mikil lækkun vaxta hafði neikvæð áhrif. Á síðasta ári greiddum við viðskiptvinum um 17 milljarða króna í tjónabætur. Þetta er einmitt hlutverk okkar, að vera traust bakland fyrir viðskiptavini okkar. Niðurstaðan er sú, að 2019 er eitt besta rekstrarár í sögu VÍS.
Stafræn vegferð er á fullri ferð með skýrum markmiðum til framtíðar. Í takt við markmið okkar, höfum við reglulega kynnt nýjar stafrænar lausnir fyrir viðskiptavini okkar. Frá upphafi höfum við borið hönnun og virkni lausnanna undir þá til þess að sannreyna hvort þær svari þörfum þeirra. Viðskiptavinir okkar hafa svo sannarlega tekið vel á móti nýrri stafrænni þjónustu en tæplega 100% aukning var á innskráningum milli ára á þjónustugátt okkar. Nú kynnum við nýja lausn sem gerir okkur kleift að afgreiða um 8.500 tjón sjálfvirkt á ári, eða um fjórðung tilkynntra tjóna.
Á árinu 2019 höfum við unnið að því að skilgreina vörumerkið okkar. Umfangsmikil rýni átti sér stað á árinu og rætt var við starfsfólk og viðskiptavini félagsins um allt land. Þessi vinna leiddi af sér vel skilgreint vörumerki og nýjar áherslur í markaðsstarfi félagsins sem unnið verður með á árinu.
Að umbreyta 100 ára hefðbundnu tryggingafélagi í stafrænt þjónustufyrirtæki felur í sér umfangsmiklar áskoranir. Því var afar ánægjulegt að sjá að ánægja starfsfólks hjá VÍS hafi aukist til muna, enda er samhentur hópur starfsmanna með skýr markmið lykilatriði í því að umbreytingin sé farsæl. Þessi niðurstaða fyllir okkur stolti og staðfestir að við erum á réttri leið til móts við nýja tíma."
Kynningarfundur
Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og hluthafa verður haldinn í húsakynnum VÍS í Ármúla 3, þann 28. febrúar kl. 8:30. Þar mun Helgi Bjarnason forstjóri kynna afkomu félagsins og svara spurningum.
Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast á íslensku og á ensku á heimasíðu VÍS https://www.vis.is/vis/fjarfestar/fjarfestaupplysingar/
Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu og nálgast upptöku að honum loknum á https://www.vis.is/vis/fjarfestar/fjarfestafundur/
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir í síma 660 5260 og í netfanginu fjarfestatengsl@vis.is.
Attachments
Wenn Sie mehr über das Thema Aktien erfahren wollen, finden Sie in unserem Ratgeber viele interessante Artikel dazu!
Jetzt informieren!
Nachrichten zu Vatryggingafelag Islands hfmehr Nachrichten
Keine Nachrichten verfügbar. |
Analysen zu Vatryggingafelag Islands hfmehr Analysen
Aktien in diesem Artikel
Vatryggingafelag Islands hf | 0,00 | 0,00% |