07.07.2023 11:25:07
|
VÍS: Áhrif af sölu eignarhluta í Kerecis
VÍS hefur samþykkt sölu á öllum eignarhlut sínum í Kerecis, sem nemur 136.715 hlutum, í tengslum við yfirtökutilboð Coloplast í félagið, en salan er háð samþykki 90% hluthafa í Kerecis.
Eign VÍS í Kerecis var skráð í reikningum félagsins á genginu USD 79,18 á hlut við lok fyrsta ársfjórðungs eða sem nemur 1.4 ma.kr. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir þá er áætlað gengi í viðskiptunum um USD 150 á hlut, en getur tekið breytingum út frá ýmsum forsendum. Miðað við framangreint, er kaupvirði hlutar VÍS um 2.8 ma.kr. ef tekið er mið af skráðu gengi USD í dag.
Í ljósi þessa hefur félagið uppfært virði Kerecis sem kemur inn í uppgjör á öðrum ársfjórðungi. Samkvæmt drögum að uppgjöri annars ársfjórðungs eru fjárfestingartekjur tæplega 1.3 ma.kr., að teknu tilliti til uppfærðs virðismats á Kerecis, sem gerir 3,0% nafnávöxtun. Fjárfestingartekjur það sem af er ári eru þá rúmlega 2.4 ma.kr. eða 5,7% nafnávöxtun frá áramótum.
Farið verður betur yfir afkomu félagsins í uppgjöri fyrir annan ársfjórðung sem verður birt þann 10. ágúst næstkomandi.
Fjárfestingasafn VÍS er í eignastýringu hjá SIV eignastýringu hf.
Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri VÍS, í síma 660-5260 eða með netfanginu fjarfestatengsl@vis.is
Þessi tilkynning er birt af Vátryggingafélagi Íslands hf. og inniheldur upplýsingar sem töldust eða kunna að hafa talist innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. Lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum.
Wenn Sie mehr über das Thema Aktien erfahren wollen, finden Sie in unserem Ratgeber viele interessante Artikel dazu!
Jetzt informieren!
Nachrichten zu Vatryggingafelag Islands hfmehr Nachrichten
Keine Nachrichten verfügbar. |
Analysen zu Vatryggingafelag Islands hfmehr Analysen
Aktien in diesem Artikel
Vatryggingafelag Islands hf | 0,00 | 0,00% |